Fyrsta afmælið er mögulega það stærsta, að minnsta kosti í augum okkar foreldranna.

Það er dásamlegt að fá að upplifa afmælisbarnið skoða þennan furðuhlut sem afmæliskakan er í þeirra augum og oftar en ekki stórskemmtilegar myndir sem verða til.

Þið mætið með barnið, kökuna og skraut ef þið viljið - ég býð upp á veifur og “happy birthday” borða (blátt, bleikt, silfur, rósagyllt).

Það sem er enn betra, það er sturta í stúdíóinu mínu - svo það er lítið mál að skola vel af afmælisbarninu eftir “drullumallið” :)

Innifalið eru 60 mínútur í stúdíói. Ég skila ykkur myndum tilbúnum til prentunnar og í skjáupplausn, í lit og svarthvítu.

Previous
Previous

Ungbarnamyndir

Next
Next

Barnamyndir