Nýburamyndataka getur farið fram á heimili nýburans eða í stúdíói á fyrstu 2 vikum frá fæðingu barnsins, 5-12 dagur er ákjósanlegast.
Gera má ráð fyrir að myndatakan taki allt að 4 klukkutímum - við gefum okkur nægan tíma í verkið. Myndatakan sem slík er ekki svo tímafrek, en við fylgjum takti nýburans í einu og öllu með næringu, svefn og vellíðan.
Ég skila ykkur myndum tilbúnum til prentunnar og skjáupplausn, í lit og svarthvítu.
Nýburamyndatökur er eðli málsins samkvæmt erfitt að tímasetja - hafðu samband til að bóka Nýburamyndatöku og ég tek frá tíma í kringum áætlaðan fæðingardag.