Skilmálar
Höfundarréttur
Allur höfundarréttur að ljósmyndum er og verður í eigu Daðeyjar Arnborgar Sigþórsdóttur, hér eftir nefnd „ljósmyndari“.
Um höfundarrétt ljósmyndara gilda höfundarréttarlög nr. 73/1972.
Afhending ljósmynda til viðskiptavinar felur lögum samkvæmt ekki í sér framsal á höfundarrétti, né veitir hún heimild til breytinga á ljósmyndum.
Meðferð viðskiptavinar á ljósmyndum
Við myndbirtingar á netinu er æskilegt að geta nafns ljósmyndara í texta (@DASMyndir) og merki/„taggi“ myndina með síðu ljósmyndara.
Óheimilt er að fjarlægja vatnsmerki (logo) af ljósmyndum.
Óheimilt er að nota myndirnar til auglýsinga eða annarrar birtingar nema samið sé sérstaklega um slíkt.
Óheimilt er að breyta myndum á nokkurn hátt.
Meðhöndlun ljósmyndara á ljósmyndum
Ljósmyndari áskilur sér rétt til að birta myndir úr tökum á vefsíðu sinni og samfélagsmiðlum á sínum vegum, nema um annað hafi verið samið.
Greiðsla, afhending og varðveisla mynda
Greiðsla fyrir hverja myndatöku skal fara fram samkvæmt samkomulagi viðskiptavinar og ljósmyndara.
Ljósmyndir úr myndatöku verða ekki afhentar nema að öll greiðsla hafi borist.
Ljósmyndari varðveitir unnar ljósmyndir í ár frá tökudegi til öryggis fyrir viðskiptavin. Eftir þann tíma er varðveisla ljósmynda alfarið á ábyrgð viðskiptavinar.
Annað
Við bókun myndatöku samþykkir viðskiptavinur ljósmyndun, myndvinnslu, varðveislu, birtingu og aðra vinnslu ljósmyndara í samræmi við skilmála þessa, sbr. lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.
Brot á höfundarrétti ljósmyndara og skilmálum þessum varða við höfundarréttarlög og áskilur ljósmyndari sér allan rétt vegna slíkra brota.